Um okkur:
Íslenska klínikin er í eigu þriggja Íslendinga, Hjalta Garðarssonar, Hrafnhildar Sigurðardóttur og Hauks Hjaltasonar, sem keyptu tannlæknastofuna vorið 2021 af norskum fjárfestum eftir lokun hennar vegna kófsins, en tannlæknastofan var stofnuð árið 2012.
Ungverjar eru þekktir fyrir góðar tannlækningar og landið lengi verið miðstöð lækninga og heilsu. Margir Íslendingar hafa stundað læknisnám þar með góðum árangri.
Á Íslensku Klínikinni eru sjö aðgerðarherbergi ásamt stórri skurðstofu.
Sagan er svo sem ekki flókin. Hjalti fór sjálfur á stofuna árið 2013 til að láta laga í sér tennurnar og var himinsæll með árangurinn, svo sæll að hann gerðist umboðsmaður stofunnar og brátt streymdu landsmenn í vandaðar tannlækningar á allt öðru og betra verði en þeir höfðu þekkt. Hjalti og Hrafnhildur gerðust meðeigendur þar til þau keyptu stofuna alfarið ásamt Hauki sem er sonur þeirra.
Sömu tannlæknar og starfsmenn hafa verið frá upphafi en lykillinn að frábæru starfi er reynsla og gott handverk. Fjórtán tannlæknar, allir með sérfræðimenntun, starfa á stofunni.
Tanngervasérfræðingar sjá um krónur og gervitennur. Þarna starfa líka skurðlæknar, tannrótarsérfræðingar og sérfræðingar í tannholdssjúkdómum.
Allt aðstoðarfólk er með að baki þriggja ára nám í fjölbrautarskóla eða tveggja ára háskólanám.
Helstu aðgerðir eru innplantar, krónur og brýr, beinauppbygging, rótfyllingar og stærri aðgerðir. Enduruppbyggingar á kjálka eftir slys. Stærri aðgerðir eru 50% til 70% ódýrari en á Íslandi.
Stofan endurnýjar sífellt tækjakost sinn og endurmenntar starfsfólk sitt reglulega.
Bæði íslenskar og norskar sjúkratryggingarstofnanir samþykkja tannlækningar frá Íslensku klínikinni og greiða sinn hluta samkvæmt lögum og reglugerð.
Punkturinn yfir i-ið er svo staðsetningin á Hotel Aqua World Resort sem er 4 stjörnu lúxusheilsuhótel með 14 sundlaugum, nuddpottum, vatnsrennibrautum, fjölda gufubaða og íshellisklefa. Auk þess er boðið upp á mikið úrval af alls konar dekri.
Stutt er í miðbæinn en Búdapest er ekki bara sérlega falleg og rík af sögu, heldur einnig talin ein skemmtilegasta borg í Evrópu að sækja heim.
Á Íslensku Klínikinni eru gögn okkar á íslensku, ráðgjafar eru íslenskir. Við veitum persónulega þjónustu og höldum í höndina á þér í öllu ferlinu ... á íslensku.
Hafið endilega samband og verið hjartanlega velkomin!

Persónuleg Þjónusta, engin færibandavinna
Ókeypis skoðun, röntgen og aðgerðaáætlun
Eftir að þú hefur haft samband og gerð frumáætlun kemur þú til okkar. Þá fer fram nákvæm skoðun með 360 Rönten og þrívíddarmyndatöku. Teymið okkar gerir síðan aðgerðaráætlun með breytum. Leiðarljós okkar er ætíð tannheilsa þín og hvað þú vilt. Við gefum þér möguleika og erum með þér allt allt ferlið.
Hágæða tannlækningar
Gæði eru okkar hjartans mál og við notum aðeins hágæða búnað og frábært starfsfólk.
Þjónusta er samþykkt af Sjúkratrygginum.
Við erum að tyggja okkur hágæða tækni og verðum fremst meðal jafninga.
Ódýrari tannlæknaþjónusta
Ef um stórar aðgerðir er að ræða getur þú sparað stórar upphæðir í tannlæknakostnaði, jafnvel þegar kostnaður við ferðina er tekinn inn í myndina.
Frábærir læknar, besta fáanlega tækni
Við notuð aðeins bestu fáanlegu hráefni og tannlæknar okkar eru með bestu framhaldsmenntun sem völ er á. Handverkið er okkar sérgrein.
Tannlæknar með framhaldsmenntun, þeir bestu!

Ánægðir viðskiptavinir!
“Strax frá fyrsta samtali við þjónustufulltrúa og þangað til ég havði fengið fallega brosið aftur var þjónnusan og viðgerðin í alla staði til fyrirmyndar.”
Skipstjóri
“Frábæt að vera sótt á flugvöllinn, fá einstaka gæðatannviðgerðir, vera í SPA allan tíman og bara eina mínútu frá herbegi á stofuna. Æði!”
Kona í vesturbænum
"Eg sparaði helling af pening, fékk frábærar tannviðgerðir og -planta" Allt eins og starfur á bók. Hótelið frábært og sundlaugarnar!"
Viðskiptavinur til fjölda ára!
Hafðu samband:
Staðsetning:
Opnunartímar:
Mánudaga til fimmtudaga 8 til 20
Föstudaga 8 til 16
Laugar- og sunnudaga er lokað
Neyðarsími + 354 851 9800